Raflagnahönnun - Verklýsingar ásamt magntöluskrá - Eftirfylgni verkefna - Hönnunarstjórnun - Almenn verkefnastjórnun - Ráðgjöf

Áttu erfitt með að finna réttan aðila til að sinna fyrir þig faglegri raflagnahönnun? Standa væntingar þínar til þess að raflagnateikningarnar séu í takt við þínar kröfur, séu unnar skv. gildandi stöðlum og taki fullt tillit þess sem aðrir hönnuðir í verkefninu eru að gera?

Reynsla okkar hjá Kriston, eftir áratuga starf sem raflagnahönnuðir, er að með því að fylgja óskum og kröfum verkkaupa, fylgja stöðlum og um leið stöðluðum vinnubrögðum og vinna náið með öðrum hönnuðum, tekst okkur að tryggja rétta afurð á réttum tíma. Öll okkar vinna hjá Kriston við gerð raflagnateikninga tekur mið af ofangreindu.

Hjá Kriston starfa reynslumiklir raflagnahönnuðir með áratuga reynslu af gerð raflagnateikninga. Styrkur fyrirtækisins felst ekki síst í þeirri staðreynd að allir okkar raflagnahönnuðir hafa bakgrunn úr rafvirkjun og hafa starfað sem slíkir og búa þannig að reynslu sem tengir þá með beinum hætti við þá vinnu sem þeir inna af hendi með músina að vopni.

Rétt afurð á réttum tíma eru einkunnarorð okkar hjá Kriston.

Nokkrir af viðskiptavinum okkar

N1-Rafhönnun
Nettó-Rafhönnun
Bjarg-Rafhönnun
Háskóli Íslands-Rafhönnun
Húsvirki-Rafhönnun
Þingvangur-Rafhönnun
Steinar-Rafhönnun
Dverghamrar-Rafhönnun

Vertu í sambandi!

Svörum öllum fyrirspurnum innan 24 tíma.